Námskeið um kaupréttarsamninga

FLE stendur fyrir námskeiði um kaupréttarsamninga þann 23. maí frá kl. 13 - 16 í salnum Háteig á Grand hóteli. Einnig verður boðið upp á streymi.

Skráning á námskeið um kaupréttarsamninga

 

Námskeiðslýsing:

Reikningsskilahluti

Farið verður yfir bókhaldsfærslur á ávinnuslutímabili vegna kaupréttarsamninga sem gerðir verða upp með afhendingu hluta, áhrif þess ef starfsmenn láta af störfum áður en ávinnslu er náð, skýringarkröfur í ársreikningi og hvað gerist ef kaupréttarsamningar eru ógiltir áður en ávinnslutímabili lýkur.

Skattahluti

Fjallað verður um skattalega meðferð kaupréttarsamninga, bæði í reikningsskilum félagsins og hjá kaupréttarhafa.

Verðmatshluti

Fjallað verður um verðmatslíkön og forsendur þegar kemur að útreikningum á verðmæti kaupréttarsamninga.

 

Leiðbeinendur verða þeir Unnar Friðrik Pálsson, endurskoðandi og framkvæmdastjóri FLE, Steingrímur Sigfússon, endurskoðandi hjá KPMG og Frímann Snær Guðmundsson, verðmatssérfræðingur hjá Deloitte.

Námskeiðið fer fram á Grand hótel, í salnum Háteig á 4. hæð og gefur þrjár endurmenntunareiningar, tvær í flokknum reikningsskil og fjármál og eina í flokknum skatta- og félagaréttur.

Verðið er 24.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en 35.000 fyrir aðra.