Eftirlitsaðilar

Eftirlitsaðilar með endurskoðendum

Helstu aðilar sem koma að eftirliti með endurskoðendum og störfum þeirra eru Endurskoðendaráð, Efnahags- og viðskiptaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið.

  • Í lögum um endurskoðendur er gerð krafa um að starfrækt sé endurskoðendaráð en hlutverk þess er að hafa eftirlit með því að endurkoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í samræmi við ákvæði laganna, siðareglur FLE og aðrar reglur sem taka til starfa endurskoðenda.
  • Fjármálaeftirlit Seðlabanka hefur óbeint eftirlit með endurskoðendum sem starfa hjá fjármálafyrirtækjum.
  • Endurskoðendaráð gefur út og heldur úti skrá yfir löggildingarleyfi og fellir úr gildi áður útgefin leyfi.