Fjármálaeftirlitið / Seðlabanki
Fjármálaeftirlitið sem nú hefur sameinast Seðlabankanum hefur mótað sér það hlutverk að veita eftirlitsskyldum aðilum uppbyggilegt og markvisst aðhald og styðja við mótun á skilvirkri og traustri fjármálastarfsemi, þar sem áhersla er lögð á faglegt innra skipulag fjármálafyrirtækja. Fjármálaeftirlitið rækir hlutverk sitt með því að fylgjast með að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur og samþykktir sem um starfsemina gilda og sé að öðru leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Sjá nánar um hlutverk og starfsemi FME á vefsíðu þeirra www.fme.is
Fjármálaeftirlitið hefur óbeint eftirlit með endurskoðendum og starfsemi þeirra þar sem endurskoðendur fyrirtækja sem eru undir eftirliti FME þurfa að fara eftir leiðbeinandi tilmælum og reglum frá FME. Jafnframt ber endurskoðanda fjármálafyrirtækis að upplýsa Fjármálaeftirlitið verði hann var við verulega ágalla í rekstri eða annað sem veikt geti fjárhagsstöðu fyrirtækisins. T.d. segir í lögum um vátryggingastarsemi að ef endurskoðandi verður var við líkleg brot á þeirri löggjöf sem gildir um starfsemi félagsins eða geri athugasemdir eða fyrirvara við áritun þá beri honum að upplýsa Fjármálaeftirlitinu um það.