Umsókn um aðild
Frá og með áramótum 2020 er félagsaðild ekki lengur skylda. Það ætti þó að vera hagur löggiltra endurskoðenda að vera í félaginu. Hér má fylla út umsókn um inngöngu í félagið. Félagsmenn fá ýmislegt fyrir aðild sína eins og:
- Félagið heldur uppi hagsmunagæslu fyrir félagsmenn gagnvart opinberum aðilum
- Félagið hefur áhrif á lög og reglugerðir með því að vinna með ráðuneytum og senda inn álit
- Aðgang og umtalsverðan afslátt af viðburðum félagsins
- Aðgang að endurmenntunarbrunninum en þar er hægt á einfaldan hátt að halda utan um endurmenntunareiningar
- Félagið og þar með félagsmenn eru með aðild bæði að alþjóðasamtökum endurskoðenda IFAC, Evrópusambandi endurskoðanda Accountancy Europe og norræna endurskoðendasambandinu NRF og hafa í gegnum það rödd á alþjóðavettvangi
- Aðgang að innri vef félagsins, þar sem er að finna ógrynni af upplýsingum og efni frá námskeiðum og fyrirlestrum frá fyrri árum
- Aðgang að þjónustu skrifstofu félagsins