Endurskoðunarstaðlar

Í 1. mgr. 14. gr. laga nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun segir að endurskoðandi skuli rækja störf sín í samræmi við góða endurskoðunarvenju og skuli af kostgæfni og samviskusemi í hvívetna fylgja ákvæðum þeirra laga og reglna sem gilda um störf hans. Í lagagreinininni kemur fram að góða endurskoðunarvenju skuli túlka í samræmi við þær kröfur sem er að finna í lögum, reglum og alþjóðlegum stöðlum hverju sinni og það efni sem kennt er í íslenskum háskólum og lagt til grundvallar löggildingarprófum endurskoðenda hér á landi.

Alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar eru gefnir eru út af alþjóðasamtökum endurskoðenda (IFAC), sem FLE er aðili að. Í því felst að endurskoða skal í samræmi við alla útgefna alþjóðlega endurskoðunarstaðla sem eru í gildi og sem ná til verkefnisins sem verið er að vinna. Endurskoðandi má ekki gefa til kynna að endurskoðunin sé framkvæmd í samræmi við staðlana nema það sé gert að öllu leyti. Saman mynda alþjóðlegu staðlarnir ramma um vinnu endurskoðenda við að ná fram markmiðum endurskoðunarinnar.

Staðlarnir hafa ekki verið þýddir á íslensku en hægt er að nálgast þá á www.ifac.org 

 

 

Til baka