Námsstyrkja- og rannsóknarsjóður FLE

Námsstyrkja- og rannsóknarsjóður FLE - stjórn  er þannig skipuð:

Kristrún Helga Ingólfsdóttir, formaður
Jón Sturla Jónsson
Arna Guðrún Tryggvadóttir

Elín Hanna Pétursdóttir, varamaður

 

Um sjóðinn

 

Styrkveitingar

 

  • Í maí 2024 samþykkti námsstyrkja- og rannsóknasjóður umsókn frá Valdimari Sigurðssyni sem er doktor í markaðsfræðum og prófessor við Háskólann í Reykjavík en eitt af markmiðum sjóðsins er að styrkja rannsóknir sem snerta beint hagsmuni FLE eða lögbundið hlutverk þess. Umsókn Valdimars var samþykkt og nemur styrkurinn fjórum millj. kr. Markmiðið með rannsókn Valdimars er þríþætt, í fyrsta lagi að skoða hvernig laða megi að ungt fólk til endurskoðunarstarfa, hvernig best sé að halda í hæfileikaríkt fagfólk í stéttinni og loks hvernig við kynnum störf endurskoðenda fyrir almenningi og stuðlum að jákvæðri ímynd starfsins og félagsins. Félagið mun í framhaldinu nýta niðurstöður rannsóknarinnar í áframhaldandi vinnu við mörkun og markaðssetningu á stéttinni og félaginu. Sjá frétt hér.

 

  • Námsstyrkjasjóður FLE veitti styrk 7. október 2022 til Háskólans á Bifröst til Einars Guðbjartssonar, Jóns Snorra Snorrasonar og Eyþórs Ívars Jónssonar vegna rannsóknar og öflunar gagna um samskipti stjórnarmanna félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands við ytri endurskoðendur og nefndarmenn endurskoðunarnefnda. Þann sama dag var einnig veittur styrkur til Háskóla Íslands vegna rannsóknar, ráðstefnu um sjálfbærniupplýsingar og greindaskrif því tengdu og var það verkefni unnið af Ágústi Arnórssyni.

 

  • Félagið auglýsti styrki til úthlutunar í febrúar 2019 og bárust sjóðnum þrjár umsóknir. Stjórn Námsstyrkja- og rannsóknarsjóðs félagsins ákvað að veita styrki til tveggja aðila þeirra: Hönnu Kristínar Skaftadóttur vegna doktorsrannsóknar og Páls Ríkharðssonar fyrir hönd Viðskiptadeildar HR í samstarfi við Vitvélastofnun. Sjá frétt hér

  • Námsstyrkjasjóður FLE veitti styrk 21.2.2018 til Háskólans í Reykjavík vegna doktorsnáms Árna Claessen, til Háskóla Íslands vegna rannsóknarverkefnis Ásgeirs B. Torfasonar og Sigurjóns G. Geirssonar og til Háskólans á Bifröst til Einars Guðbjartssonar og Jóns Snorra Snorrasonar. Sjá frétt hér.

  • Námsstyrkjasjóður FLE veitti styrk 8.2.2016 til Háskólans á Bifröst vegna samanburðarrannsóknar á endurskoðunarnefndum, starfsumhverfi þeirra og umfangi sem Einar Guðbjartsson og Jón Snorri Snorrason standa að. Sjá frétt. 

  • Námsstyrkjasjóður veitti styrk 29.1.2016 til HÍ vegna rannsóknarverkefnis um gæði reikningsskila og mikilvægra forsendurþátta fyrir gæðum endurskoðunar sem Ásgeir B. Torfason og Sigurjón G. Geirsson standa að. Sjá frétt.

  • Námsstyrkjasjóður veitti styrk til doktorsnáms Markúsar Ingólfs Eiríkssonar í reikningshaldi við Háskólann í Reykjavík þann 15. september 2010. Hér má nálgast frétt um styrkveitinguna.