Innlögn réttinda
Mjög einfalt er að leggja inn réttindin – þú sendir bara tölvupóst á Endurskoðendaráð (elin@endurskodendarad.is) og óskar eftir innlögn. Samanber lög um endurskoðendur en þar segir: „Endurskoðandi getur lagt inn réttindi sín og falla þá niður réttindi og skyldur hans sem endurskoðanda nema annað leiði af lögum. Endurskoðandi getur ekki lagt inn réttindi sín ef mál hans eru til meðferðar hjá endurskoðendaráði nema með heimild endurskoðendaráðs enda séu annmarkar óverulegir.“
Innlögn felur í sér að viðkomandi fellur út af opinberri skrá yfir endurskoðendur og má því ekki nota orðin endurskoðandi eða endurskoðun í starfs- eða firmaheiti sínu eða vekja þá trú að hann sé endurskoðandi sbr. 4.gr. laga nr. 94/2019. Þegar tilkynningin hefur borist ráðuneytinu þá tekur það einhvern tíma að vinna þetta þar. Endurskoðendaráð sendir FLE svo staðfestingu og réttindi viðkomandi verða gerð óvirk í félagaskrá FLE. Þá þarf ekki að greiða gjald til Endurskoðendaráðs og skyldan til endurmenntunar og starfsábyrgðartryggingar fellur niður.
Endurskoðandi getur lagt inn réttindi sín og falla þá niður réttindi og skyldur hans sem endurskoðanda nema annað leiði af lögum. Endurskoðandi getur ekki lagt inn réttindi sín ef mál hans er til meðferðar hjá endurskoðendaráði nema með heimild endurskoðendaráðs enda séu annmarkar óverulegir." Ef þú vilt hafa samband við formann Endurskoðendaráðs - þá er það Áslaug Árnadóttir sem starfar hjá lögfræðistofunni Landslög (aslaug@landslog.is).
Félagsaðild: Hægt er að vera með aðild að FLE áfram, á hálfu gjaldi, en með því fylgir allur pakkinn sem félagsmenn hafa (aðgang að innri vef, félagsafslátt að öllum viðburðum félagsins, FLE- blaðið o.fl.). Oft er gott að gera þetta a.m.k. fyrsta árið meðan þetta er allt að ganga yfir og sjá svo til hvað viðkomandi nýtir af þessu.
Ef viðkomandi hins vegar kýs að virkja réttindi sín aftur – þá þarf að óska eftir því við Endurskoðendaráð og um leið að sýna fram á að sá hinn sami hafi sótt endurmenntun sem samsvarar 3ja ára tímabili – fyrir endurnýjun. Hafi endurskoðandi lagt inn réttindi sín skal veita honum þau á ný eftir umsókn hans án endurgjalds ef hann fullnægir orðið öllum skilyrðum til að njóta þeirra og sanni að hann hafi uppfyllt endurmenntunarkröfur þriggja ára tímabils."