Nemaaðild
Á aðalfundi FLE 4. nóvember 2012 gerðist sá sögulegi og ánægjulegi atburður að samþykkt var að bjóða endurskoðunarnemum aukaaðild að félaginu. Í þeim efnum var meðal annars horft til Norðurlandanna þar sem slík aðild er fyrir hendi og hefur notið vinsælda. Endurskoðunarnemum er boðin aukaaðild fyrir 1/5 af árgjaldi endurskoðenda.
Með félagsaðild
- fá nemar sitt eigið aðgengi að innri síðu FLE en þar er m.a. að finna gögn frá ráðstefnum og viðburðum fyrri ára
- geta nemar mætt á allar ráðstefnur og námskeið sem haldin eru á vegum félagsins
- fá nemar sérstök kjör á viðburði og námskeið sem sérstaklega eru gerð fyrir þá, svo sem yfirferð eldri prófa
- fá frítt á undirbúningsnámskeið fyrir löggildingarpróf
- fá frítt á þrjár spjallstofur eingöngu ætlaðar nemum í FLE (endurskoðun, reikningsskil og skattamál) 2-3 vikum fyrir próf
Þá verður lögð aukin áhersla á öflun gagna og annarra upplýsinga sem nýtast nemum við undirbúning prófa og stuðlað að auknum samskiptum þeirra á milli.