IASC Alþjóða reikningsskilastofnunin
IASC Í skipulagsskrá IASC sem var síðast breytt á árinu 2005 kemur fram að nafn stofnunarinnar sé IASC Foundation (International Accounting Standards Committee Foundation). Í stuttu máli er IASC sett stjórn sem í sitja tuttugu og tveir einstaklingar frá hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins og frá öllum heimsálfum. Stjórninni er ætlað að skipa fulltrúa alþjóðlegu Reikningsskilanefndarinnar (IASB), ráðgjafanefndar (Standards Advisory Council) og nefndar sem ætlað er að túlka reikningsskilastaðlana (International Financial Reporting Interpretations Committee). Formaður stjórnar IASC Foundation er Gerrit Zahn, fyrrverandi vara forsætis- og fjármálaráðherra Hollands. Heimasíðu IASC Foundation og IASB má finna á http://www.iasb.org.uk
Tilgangur stofnunarinnar er eftirfarandi:
(a) to develop, in the public interest, a single set of high quality, understandable and enforceable global accounting standards that require high quality, transparent and comparable
information in financial statements and other financial reporting to help participants in the world's capital markets and other users make economic decisions;
(b) to promote the use and rigorous application of those standards; and
(c) in fulfilling the objectives associated with (a) and (b), to take account of, as appropriate, the special needs of small and medium-sized entities and emerging economies; and
(d) to bring about convergence of national accounting standards and International Accounting Standards and International Financial Reporting Standards to high quality solutions.
IASB tók við af IASC-International Accounting Starndards Committe árið 2001. IASC var stofnað árið 1973 með samkomulagi félaga löggiltra endurskoðenda frá Ástralíu, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Mexikó, Hollandi, Bretlandi, Írlandi og Bandaríkjunum. Staðlar gefnir út af IASB eru kallaðir IFRS-International Financial Reporting Standards. IASB hefur gert að sínum staðla þá er IASC hafði gefið út og eru þeir auðkenndir sem IAS-International Accounting Standards. Staðlana er hægt að kaupa í gegnum heimasíðu IASB (www.iasb.org)
IASB Í alþjóðlegu Reikningsskilanefndina sjálfa (IASB) eru skipaðir fimmtán einstaklingar og hafa tólf þeirra nefndarstörfin að aðalstarfi en tveir sem hlutastarf. Formaður nefndarinnar er Bretinn Sir David Tweedie sem áður var formaður bresku Reikningsskilanefndarinnar (UK Accounting Standard Board), en hann mun láta af störfum sem formaður IASB á næsta ári, eftir að hafa verið formaður í 10 ár. Alþjóðlegu reikningsskilastaðlarnir (IFRS-International Financial Reporting Standards) eru gefnir út af Alþjóðlega reikningsskilaráðinu (IASB-International Accounting Standards Board).
Heimasíðu IASC Foundation og IASB má finna á http://www.iasb.org.uk Útgáfustarfsemi IASB er umtalsverð og er tölvupóstfangið: publications@iasb.org.uk