IFAC

IFAC – (The International Federation of Accountants) Alþjóðasamband endurskoðenda var formlega stofnað á ráðstefnu endurskoðenda í München árið 1977. Til IFAC teljast nú 180 félög frá 135 löndum með milljónir endurskoðenda innan sinna vébanda. 

Markmið IFAC er að viðhalda sífelldri þróun stéttarinnar og samræma staðla sem endurskoðendur starfa eftir. Með því má tryggja að störf endurskoðenda í þágu samfélagsins verði alltaf í hæsta gæðaflokki.
Til að ná fram markmiðum IFAC starfa ýmsar fastanefndir og vinnuhópar.

Stjórn IFAC í samstarfi við fastanefndir og vinnuhópa gefur út staðla á eftirfarandi sviðum:

• International Standards on Auditing, Assurance Engagements and Related Services
• International Standards on Quality Control
• International Code of Ethics
• International Education Standards
• International Public Sector Accounting Standards

IFAC gefur út mikið af lesefni sem unnt er að nálgast á heimasíðu samtakanna http://www.ifac.org Á heimasíðunni eru upplýsingar um aðildarfélög IFAC og fleira sem fróðlegt er að skoða.

 

Til baka