IFAC og framtíðin
Birt hefur yfir horfum íslensks efnahagslífs sem umheimurinn er farinn að taka eftir. Viðbrögð við yfirlýstri áætlun ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af gjaldeyrishöftum eru meðal annars þau að tvö alþjóðleg lánshæfismatsfyrirtæki hafa nýlega hækkað lánshæfismat Ríkissjóðs Íslands. Hér er á ferðinni trú á því að áætlun stjórnvalda muni hjálpa til við að leiðrétta ójafnvægi, styrkja gjaldeyrisstöðu og tiltrú fjárfesta og auka tekjur þjóðarbúsins.
En áskoranir eru enn til staðar. Peter Dohlman, sem fer með málefni Íslands í Alþjóðlega gjaldeyris-sjóðnum, benti nýlega á að Ísland yrði að halda stöðugri og samhljóma stefnu í ríkisfjármálum ef því ætti að takast að laga sig aftur að fjármálamarkaði heimsins. Endurskoðendur hafa mikilvægu hlutverki að gegna í því ferli. Með því að fylgja stefnu og framtíðarsýn International Federation of Accountants (IFAC), sem eru alþjóðasamtök endurskoðenda og reikningshaldssérfræðinga, geta endurskoðendur aðstoðaðfyrirtæki og stjórnvöld við að setja fram áreiðanlegri fjárhagsupplýsingar og þannig stuðlað að efnahagslegum stöðugleika á Íslandi.
Með yfir 175 meðlimi og félög í 130 löndum og umráðasvæðum er IFAC fulltrúi um það bil 2,8 milljóna sérfræðinga í reikningsskilum sem starfa í þágu almannahagsmuna, hjá endurskoðunarfyrir-tækjum, í almennum fyrirtækjum, hjá hinu opinbera og við kennslu í háskólum. IFAC þjónar almannahags-munum með því að styðja þróun og innleiðingu á vönduðum alþjóðlegum stöðlum og leiðbeiningum sem útbúin eru af fjórum sjálfstæðum nefndum sem hafa það hlutverk að setja staðla um störf endur-skoðenda. Í kjölfar alþjóðlegrar fjármálakreppu er hlutverk IFAC í þróun fjármálamarkaða og hagkerfa orðið mun mikilvægara.
Íslenskir endurskoðendur eru aðilar að IFAC gegnum félagsaðild sína að Félagi löggiltra endurskoðenda (FLE). Sem IFAC-aðildarfélag kemur FLE að innleiðingu og notkun á stöðlum sem settir eru af sjálfstætt starfandi nefndum IFAC. Ein nefndin, International Auditing and Assurance Standards Board (IAASB), leggur áherslu á endurskoðun og aðra staðfestingarvinnu og að tryggja gæði við endurskoðun og vinnu við staðfestingar. IFAC styður einnig við International Accounting Education Standards Board (IAESB), eða menntunarnefnd sem leggur áherslu á menntun og þjálfun endurskoðenda og reikningshaldssérfræðinga, International Ethics Standards Board for Accountants (IESBA), eða siðanefnd, og International Public Sector Accounting Standards Board. Allar nefndirnar helga sig því að þjóna almannahagsmunum með því að samræma gæði í þjónustu sem endurskoðendur veita.
Auk þess að styðja við störf nefndanna tekur IFAC þátt í fjölda annarra verkefna. IFAC tekur þátt í umræðum og fjallar á opinberum vettvangi um málefni sem tengjast starfsgreininni og almannahagsmunum, og leitast við að efla traust almennings á stéttinni. IFAC er í einstakri stöðu til að annast þetta vegna alþjóðlegrar viðurkenningar sinnar og frelsi frá viðskiptalegum hagsmunum, þar sem samtökin eru óháð.
IFAC setti nýlega á fót Global Knowledge Gateway, alþjóðlegan þekkingargrunn sem ekki er bara fyrir endurskoðendur og reikningshaldssérfræðinga heldur einnig fyrir aðra fjármálasérfræðinga og þá sem starfa á skyldum sviðum. Þekkingargrunnurinn inniheldur upplýsingar, fréttir og umræður um málefni eins og sjálfbærni, gerð fjárhagsupplýsinga, fjármálastýringu, fjármálaþróun, áhættustýringu og innra eftirlit til að auka fræðslu, þekkingu og umræðu um mikilvæg málefni og hugmyndir. Greinar um sjálfbærni geta verið sérstaklega áhugaverðar fyrir íslenska sérfræðinga þar sem viðurkennt er að hrein orka og hreinleiki landsins hafa gegnt mikil-vægu hlutverki í endurreisninni eftir bankahrunið.
IFAC hefur einnig gert samning við Department for International Development (DfiD) í Bretlandi, þar sem DFID mun veita IFAC 4.935 milljóna punda fjármögnun í sjö ár, og IFAC tekur að sér að byggja upp faglega færni og veita tæknilega aðstoð til fagfélaga í að minnsta kosti 10 löndum. Herferð sem IFAC stendur fyrir til að bæta gæði fjárhagslegra upplýsinga hins opinbera undirstrikar þörfina fyrir öflugar fjárhagsupplýsingar til að auka gagnsæi og ábyrgð. Endurskoðendur geta með stuðningi IFAC aðstoðað við að auka sókn Íslands fyrir efnahagslegum stöðugleika, samkeppnishæfni, sjálfbærum vexti og auknu trausti almennings
Birt í Viðskipta Mogganum fimmtudaginn 6. ágúst 2015 bls. 12.