695 - Frumvarp til laga um breyting á lögum um tekjuskatt. Hækkun vaxtabóta um 25 % 2009, vegna vaxtagreiðslna ársins 2008.

PDF- smellið hér Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum fylgir hér með. Það hefur að geyma tillögur að nýju ákvæði til bráðabirgða í tekjuskattslögum.  Samkvæmt því eru viðmiðunarfjárhæðir til útreiknings vaxtabóta ársins 2009 vegna greiðslna vaxta á árinu 2008 hækka verulega. Einnig hækka bæturnar sjálfar. Samkvæmt þessu breytast ekki grunnfjárhæðir sem slíkar en hinar hærri tölur eru til viðmiðunar nú í sumar. Frumvarpið gerir ráð fyrir gildistöku þegar við  birtingu  og í athugasemdum  kemur fram  berum orðum að það gildi við næstu álagningu og útreikning vaxtabóta.