Aðalfundur félags löggiltra endurskoðenda 5. nóv. 1999

Aðalfundur félags löggiltra endurskoðenda 1999, var haldinn að Hótel Loftleiðum, föstudaginn 5.nóvember 1999. Á fundinum var fjallað um fagleg málefni félagsins auk þess sem að fram fóru hefðbundin aAðalfundur félags löggiltra endurskoðenda 1999, var haldinn að Hótel Loftleiðum, föstudaginn 5.nóvember 1999. Á fundinum var fjallað um fagleg málefni félagsins auk þess sem að fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt töluliðum 1.-18. í 18.grein samþykkta FLE. 1. Kosning fundarstjóra og skipun ritara. Þorvarður Gunnarsson, formaður félagsins, setti fundinn og lagði til að Valdimar Ólafsson yrði kjörinn fundarstjóri. Það var samþykkt samhljóða. Fundarstjóri skipaði því næst Sturlu Jónsson ritara fundarins og var síðan gengið til dagskrár. Lögmæti fundarins. Fundarstjóri lýsti því næst lögmæti fundarsins, með vísan til samþykkta félagsins og boðun fundarins. Umfjöllun um fagleg málefni: Leiðbeinandi reglur um gæðastjórnun lagðar fram til samþykktar. Lárus Finnbogason lagði fram leiðbeinandi reglur um gæðastjórnun til samþykktar. Engar athugasemdir höfðu komið fram frá félagsmönnum síðan að tillögurnar voru kynntar á félagsfundi fyrir ári síðan. Fram kom að tillögurnar eru þýðing á alþjóðlegum staðli nr. 20 um sama efni. Lárus vakti athygli á nokkrum grundvallaratriðum í staðlinum. Að því loknu var staðallinn samþykktur samhljóða. Reglur um gæðaeftirlit lagðar fram til samþykktar. Guðmundur Snorrason lagði fram til samþykktar reglur um gæðaeftirlit fyrir hönd gæðanefndar. Tillagan gerir ráð fyrir að gæðaeftirlit verði tekið upp í áföngum. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að gæðaeftirlit nái til þeirra endurskoðunarstofa sem að endurskoða fyrirtæki sem skráð eru á Verðbréfaþingi Íslands eða á annarri kauphöll sem starfar samkvæmt lögum um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða. Síðan leggi gæðanefndin fram tillögur um frekari þróun gæðaeftirlitsins í samráði við stjórn FLE. Rakti Guðmundur m.a. umræður um málið innan félagsins síðastliðið ár og fór yfir markmið gæðaeftirlits, umfang þess og fjármögnun. Enginn tók til máls um málið og voru tillögur gæðanefndar samþykktar samhljóða. Skýrsla starfshóps um menntun endurskoðenda. Símon Á. Gunnarsson lagði fram skýrslu starfshóps um menntun endurskoðenda. Fimm manna starfshópi var komið á laggirnar að frumkvæði stjórnar FLE fyrir ári síðan. Síðan hefur hópurinn unnið að mótun tillagna um málið og er áætlað að þeirri vinnu ljúki um næstu áramót. Vegna breytinga sem orðið hafa á námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands með tilkomu mastersnáms og vegna dvínandi aðsóknar að endurskoðunarkjörsviði viðskiptafræðinámsins þótti nauðsynlegt að skoða menntunarmál endurskoðenda nánar. Menntunarmálin voru skoðuð með hliðsjón af; a) námi í Háskóla Íslands, b) löggildingarprófum og c) samanburði á menntun nema á íslenskum og erlendum endurskoðunarstofum. Einnig var litið til alþjóðlegs staðals um menntun endurskoðenda IFAC nr. 9 og höfð var hliðsjón af þróun mála á hinum Norðurlöndunum. Mögulegar breytingar á núverandi námsfyrirkomulagi á skólastigi virðast einna helst vera að nemar þurfi að ljúka mastersnámi í Háskóla Íslands eða sambærulegu námi í öðrum skóla á háskólastigi. Löggildingarpróf verða að vera skv. IFAC staðlinum, en rætt hefur verið um að breyta kröfum hvenær prófin verði tekin og í hvaða röð þau verði tekin. Við skoðun á námi á endurskoðunarstofum kom í ljós lítið skipulag. Nefndin mun skila niðurstöðum sínum til stjórnar félagsins, sem síðan mun hafa frumkvæði að tillögum um breytingar. Formleg opnun heimasíðu FLE. Formaður FLE opnaði formlega nýja vefsíðu FLE og síðan kynnti Stefán Franklín fyrir hönd ritnefndar helstu notkunarmöguleika, sem eru margvíslegir, en m.a. munu FLE-fréttir í framtíðinni vera gefnar út á heimasíðu FLE. 2. Skýrsla stjórnar. Síðan var tekið til við hefðbundin aðalfundarstörf. Formaður FLE Þorvarður Gunnarsson, flutti skýrslu stjórnar. Rakti formaður félagsins helstu atriði skýrslu stjórnar til aðalfundar 1999, meðal annars helstu nefndastörf á liðnu starfsári og þær ráðstefnur er haldnar voru á vegum félagsins. Farið var yfir starfsemi fastanefnda og annarra nefnda og starfshópa og nefndarmönnum þökkuð góð störf á liðnu starfsári. Samskipti við embætti ríkisskattstjóra voru tíunduð, en með skipun nýs ríkisskattstjóra varð nokkur viðhorfsbreyting á þeim af hálfu embættisins. Kom fram að hugmyndir eru í gangi um breytingar á álagningu opinberra gjalda á einstaklinga. Fjallaði Þorvarður síðan um erlent samstarf og nefndi í því sambandi að Árni Tómasson hefði verið kjörinn formaður NRF til tveggja ára, en næsti aðalfundur sambandsins verður haldinn í Reykjavík á næsta ári. Einnig kom fram að norrænu aðildarfélögin bjóða fram sameiginlega til starfa innan IASC og IFAC og ná með þeim hætti meiri áhrifum en ella væri. Þá ræddi formaður menntunarmál og vísaði í því sambandi til skýrslu hópsins. Bætti formaður því við að ef að niðurstaðan yrði sú að breytinga væri þörf, sem allt benti til, þá myndi stjórn félagsins fylgja því eftir þó að lagabreytingar þyrftu að koma til. Varðandi gæðaeftirlit kom fram að fyrst um sinn yrði lagt gjald á alla félagsmenn, meðan verið væri að koma gæðaeftirlitinu á, en síðar myndu þeir borga er fyrir yrðu. Þorvarður upplýsti að skipuð hefði verið nefnd til að endurskoða siðareglur og veitti Helena Hilmarsdóttur henni forstöðu. Væri það verkefni nefndarinnar að endurskoða siðareglur og fylgjast með þróun erlendis í þessum efnum. Kynningarmál fjallaði formaður um og kom fram að bæklingur sem ætlaður væri til kynningar á starfsemi félagsmanna til handa viðskiptavinum og nemum í endurskoðun væri ekki tilbúinn, en hans væri von fljótlega. Í ræðu sinni drap Þorvarður á að hefðbundinn útgáfustarfsemi FLE væri á miklu breytingaskeiði með tilkomu veraldarvefsins og heimasíðu FLE. Taldi Þorvarður að tilkoma veraldarvefsins myndi breyta miklu í umhverfi endurskoðenda á komandi árum og að endurskoðunarfyrirtækin sjálf væru að breytast og víkka út starfssvið sitt. Þá gat hann þess að verið væri að skoða námskeiðsmál fyrir endurskoðunarnema á vegum félagsins. Að lokum gat Þorvarður þess að fjöldi félagsmanna væri nú 236 og hefði þeim fjölgað um 12 á árinu, en einn látist. Fundarmenn risu úr sætum til að minnast látins félaga Eyjólfs Sverrissonar. Þakkaði Þorvarður fráfarandi formaður síðan samstarfsmönnum innan félagsins og framkvæmdastjóra þess fyrir gott samstarf á liðnum árum. 3. Ársreikningur félagsins. Eyvindur Albertsson gjaldkeri félagsins gerði grein fyrir ársreikningi félagsins fyrir liðið starfsár. Yfirfór hann helstu stærðir í rekstrarog efnahagsreikningi ásamt sjóðstreymi og gat áritunar endurskoðenda félagsins. Tap á rekstri félagsins nam kr. 558.945 og eigið fé þess kr. 23.279.988 þann 31.ágúst 1999. Sigurður Tómasson tók til máls um skýrslu stjórnar og þakkaði henni góð störf á liðnu starfsári. Einnig ræddi hann kynningarmál endurskoðenda og ímynd þeirra. Lýsti hann ánægju sinni með kjör Árna Tómassonar sem formanns NRF. Ársreikningur félagsins ásamt skýrslu stjórnar var síðan borinn upp til atkvæða og samþykktur samhljóða. Ársreikningurinn er í heild birtur í skýrslu stjórnar til aðalfundar 1999. 4. Skýrslur fastanefnda félagsins. Jón Skúlason flutti skýrslu menntanefndar og gat m.a. þeirra 6 námskeiða og ráðstefna er haldnar voru á árinu. Fram kom að nefndin hélt 22 fundi á starfsárinu. Sigurður Heiðar Steindórsson flutti skýrslu ritnefndar. Á árinu komu út 3 tölublöð FLE-frétta. Breytingar á útgáfustarfsemi í vændum þar sem að reiknað er með að hluti efnis FLE-frétta birtist á heimasíðu FLE í framtíðinni. Slóð heimasíðu FLE er www.fle.is. Halldór Arason kom fram fyrir hönd gæðanefndar, sem nú er ein af fastanefndum félagsins og gat þeirra skrefa er taka á á næstunni í gæðamálum og koma fram hér að framan í tillögum um gæðaeftirlit. Sæmundur Valdimarsson flutti skýrslu reikningsskilanefndar. Kom m.a. fram í máli hans að með tilkomu Reikningsskilaráðs hefði starfssvið nefndarinnar dregist verulega saman, en hún hefði sent frá sér álit um færslu söluhagnaðar af hlutabréfum og látið í ljós álit á reglum Reikningsskilaráðs um tekjuskatt. Fyrir hönd endurskoðunarnefndar flutti Lárus Finnbogason skýrslu starfsársins. Á árinu starfaði nefndin að gerð bæklings um störf endurskoðenda, ábyrgð þeirra og stjórnenda og áritun endurskoðenda á reikningsskil. Þeirri vinnu er ekki lokið. Nýlokið er samþykkt leiðbeinandi reglna um gæðastjórnun. Sóttur var fundur nor rænu endurskoðunarnefndarinnar í Stokkhólmi. 17 fundi hélt nefndin á starfsárinu. Þorvarður Gunnarsson gerði grein fyrir störfum álitsnefndar. Hún hélt 4 fundi á árinu og fjallaði um lagafrumvörp og reglugerðir auk annarra mála. Skýrslu skattanefndar flutti Ólafur Nilsson. Var starf nefndarinnar aðallega fólgið í umfjöllun um breytingar á lögum um tekjuog eignarskatt. Umfjöllun um störf fastanefnda er að öðru leyti að finna í skýrslu stjórnar til aðalfundar. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. Engar tillögur að breytingum á samþykktum félagsisns voru lagðar fram. 6. 16. Kosningar til stjórnar og nefnda félagsins. Fundarstjóri las tillögu uppstillingarnefndar til aðalfundar 1999 um skipun í stjórn og nefndir félagsins fyrir komandi stjórnarár. Tillagan sem fylgir hér með, var samþykkt samhljóða. 17. Tillaga stjórnar um árstillag félagsmanna. Eyvindur Albertsson lagði fram tillögu um hækkun árstillags úr 42.000 í kr. 45.000. Þar sem að endurnýja þurfi búnað á skrifstofu félagsins auk kostnaðarhækkana er orðið hafi undanfarið, þá sé þessi hækkun nauðsynleg. Tillagan um árstillag að upphæð kr. 45.000 var samþykkt. Einnig var samþykkt undir þessum dagskrárlið tillaga um sértillag að fjárhæð kr. 5.000 á hvern félagsmann vegna gæðaeftirlits. 18. Önnur mál. Nýkjörinn formaður Símon Á. Gunnarsson tók til máls og þakkaði traust það er honum var sýnt. Þá þakkaði hann fráfarandi formanni, öðrum samstarfsmönnum og framkvæmdastjóra félagsins gott samstarf. Samþykkt var að fundarritari gengi frá fundargerð í samvinnu við fundarstjóra og var fundi síðan slitið. Sturla Jónsson fundarritari (sign.)