Unga fólkið og endurskoðun
15.10.2024
Unnar Friðrik, framkvæmdastjóri FLE, hljóp í skarðið fyrir kennara í námskeiðinu Gerð og greining ársreikninga í Háskólanum í Rvík. í gær. Að sjálfsögðu var tækifærið nýtt til að segja frá störfum endurskoðenda og hversu skemmtilegt, fjölbreytt og áhugaverð þau eru. Í lokin var svo okkar ágæti félagsmaður Elín Hanna Pétursdóttir kölluð til og smellti hún mynd af kennara og þessum flottu ungu nemendum, en Elín Hanna er endurskoðandi hjá Þrep og kennari í Háskólanum í Rvík. Hafi framkvæmdastjóra tekist sæmilega upp er vonandi að á myndinni sé að finna í það minnsta nokkra framtíðarendurskoðendur. Það er svo á dagskránni að heimsækja fljótlega nemendur í Háskóla Íslands og kynna fyrir þeim störf endurskoðenda.