Margrét Pétursdóttir í viðtali við IFAC

Nýlega birtist viðtal við Margréti Pétursdóttur á heimasíðu Alþjóða endurskoðunarsambandsins (IFAC). Viðtalið er hluti af svokallaðri „Changemakers Series“ hjá IFAC sem tekur mánaðarlega viðtöl við konur til að vekja athygli á kvenleiðtogum í endurskoðendastéttinni. Viðtalið við Margréti var birt í júní sem er „Pride“ mánuður í Ameríku þar sem fjölbreytileikanum er fagnað.

Í viðtalinu fer Margrét yfir reynslu sína og nauðsynlegar áherslur á framþróun stéttarinnar svo það megi verða eftirsóknarvert fyrir ungt fólk að velja sér að mennta sig og starfa sem endurskoðendur. Einnig fer hún yfir það hver hafi verið áhrif þess á feril hennar og störf hjá IFAC að hún tilheyri hinsegin samfélaginu og segir að það hafi aldrei skipt neinu máli, sem er nákvæmlega eins og það á að vera.