Skattadagur FLE 2025
Skattadagur FLE verður haldinn 17. janúar 2025 á Grand hóteli, í salnum Háteig á 4. hæð.
Kristrún Helga Ingólfsdóttir, formaður FLE setur ráðstefnuna.
Vala Valtýsdóttir, lögmaður Lögfræðistofu Reykjavíkur fer yfir áhugaverða úrskurði og dóma.
Fulltrúi frá Skattinum fer yfir stöðu mála hjá embættinu, helstu breytingar og fleira.
Steingrímur Sigfússon, endurskoðandi hjá KPMG, fer yfir lausn á dæmi um útreikning skattstofns sem þátttakendur frá sent daginn áður en ráðstefnan hefst.
Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðiráðgjafar PwC, fer yfir nýjustu skattalagabreytingarnar.
Við opnum salinn kl. 8:30 og ráðstefnan hefst kl. 9:00. Ráðstefnulok verða kl. 12:30.
Ráðstefnunni verður einnig streymt í rauntíma. Skattadagurinn gefur 3,5 einingar í flokknum skattur- og félagaréttur.