362 Frumvarp til laga um ársreikninga

Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga, með síðari breytingum, og fleiri lögum varðandi endurskoðendur og skoðunarmenn. Frumvarp ( PDF ) Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar til samræmis við ný lög um endurskoðendur. Samkvæmt þeim lögum geta einungis  þeir sem fá löggildingu ráðherra endurskoðað reikningsskil og áritað. Hér er  lagt til að  störf endurskoðenda og skoðunarmanna verði lögð að jöfnu. Væntanleg er síðan breyting á lögum um hlutafélög, einkahlutafélög og fleiri lögum, sem gera kröfu um kosningu endurskoðenda eða skoðunarmanna í samþykktum sínum og framlagningu endurskoðaðra ársreikninga. Önnur breyting í frumvarpinu varðar starfrækslugjaldmiðli sbr. þau skilyrði sem félög þurfa að uppfylla til að fá heimild ársreikningaskrár til að færa bókhald og semja ársreikninga í erlendum gjaldmiðli. Loks eru lögfestir   ákveðnir þættir tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins  um góða stjórnunarhætti skráðra félaga á skipulegum verðbréfamarkaði.