40/40 listinn fyrir árið 2024
Góð samskipti tóku saman lista yfir 40 stjórnendur, 40 ára og yngri, sem spáð er frekari frama í íslensku viðskiptalífi. Listinn er tekinn saman til að lyfta fólki sem hefur staðið sig vel í því vandasama hlutverki að vera stjórnandi en einnig til að gefa vísbendingu um hverjir gætu átt eftir að taka við æðstu stöðum í íslenskum fyrirtækjum á næstu árum.
Við erum gríðarlega stolt og ánægð að sjá tvo löggilta endurskoðendur og félagsmenn FLE á þessum lista, þá Ásbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóra fjármála hjá ÍAV og Sigurð Rúnar Pálsson, framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar hjá Öryggismiðstöðinni.
Listinn hefur verið tekinn saman annað hvert ár síðan 2018 og hafa löggiltir endurskoðendur einnig átt sæti á listanum áður, þeir Sveinn Rafn Eiðsson, forstjóri Lagardère travel retail ehf árið 2022 og Arnar Kristinn Þorkelsson, fjármálastjóri Nox Medical árið 2020.