6. Breytingar á samþykktum
02.07.2004
24. gr.
Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins eða um félagsslit skal ítarlega getið í fundarboði og skulu þær bornar fram á aðalfundi. Öðlast þær tillögur aðeins gildi ef 2/3 hlutar greiddra atkvæða eru með þeim. Hið sama gildir um tillögur um brottrekstur úr félaginu. Þó getur félagsfundur gert breytingar á samþykktum þessum ef enginn félagsmaður greiðir atkvæði gegn breytingartillögu sem fram er borin.
Þannig samþykkt á aðalfundi Félags löggiltra endurskoðenda 14. nóvember 1998.