6. Viðaukar
30.08.2004
I. Hvernig ákvarða skal birgðamat miðað við fifo-flæði
Samkvæmt 17. tölulið reglnanna er heimilt að miða útreikning á kostnaðarverði birgða við fifo-flæði. Þegar þessari aðferð er beitt hefur það engin áhrif á birgðamat hvort birgðabókhald er haldið eða ekki. Eigi að síður skal sýnt hvernig niðurstaða um birgðamat er fengin samkvæmt þessum tveimur aðferðum.
Birgðamat miðast við talningu:
Dagsetning
Fjöldi eininga
Einingaverð
Kostn.verð samtals
Frá fyrra ári
2.000
5,00
10.000
Innkaup:
febrúar
2.000
5,25
10.500
apríl
2.200
5,50
12.100
október
3.000
5,75
17.250
desember
2.500
6,00
15.000
Til ráðstöfunar á árinu:
11.700
64.850
Birgðir í árslok:
(2.800)
(16.725)
Kostnaðarverð seldra vara:
8.900
(48.125)
Birgðir í árslok, 2.800 einingar, samanstanda af öllum birgðainnkaupunum í desember, 2.500 einingum, og 300 einingum af birgðainnkaupum í október.
Birgðamat miðast við birgðabókhald
Dagsetning
Kaupverð á einingu
Innkaup
Selt
Birgða staða
Kost.verð
birgða
Kostn.verð
seldra vara
Frá fyrra ári
5,00
2.000
10.000
janúar
5,00
800
1.200
6.000
4.000
febrúar
5,25
2.000
3.200
16.500
mars
1.600
1.600
8.400
8.100
apríl
5,50
2.200
3.800
20.500
maí
2.100
1.700
9.350
11.150
október
5,75
3.000
4.700
26.600
nóvember
4.400
300
1.725
24.875
desember
6,00
2.500
2.800
16.725
Kostnaðarverð
seldra vara, samtals:
48.125
Þegar birgðabókhald er haldið, og kostnaðarverð seldra vara fært við hverja sölu, miðast gjaldfærslan við þá forsendu að elstu vörur hafi verið afhentar fyrst. Salan í mars t. d. er því kostnaðarverð birgða frá fyrra ári, 1.200 einingar, og 400 eining[ar] sem keyptar voru í febrúar.
II. Hvernig ákvarða skal vegið meðaltalskostnaðarverð
Samkvæmt 17. tölulið er heimilt að miða útreikning á kostnaðarverði við meðaltalskostnaðar-verð. Þar sem ýmist er að fyrirtæki haldi birgðabókhald eða ekki, þykir rétt með tveimur dæmum að sýna hvernig að útreikningi meðaltalskostnaðarverðs er staðið. Ef birgðabókhald er ekki haldið miðast birgðamat við talningu.
Birgðamat miðast við talningu
Dagsetning
Fjöldi eininga
Einingaverð
Kostn.verð samtals
Frá fyrra ári
2.000
5,00
10.000
Innkaup:
febrúar
2.000
5,25
10.500
apríl
2.200
5,50
12.100
október
3000
5,75
17.250
desember
2.500
6,00
15.000
11.700
Birgðir til ráðstöfunar:
64.850
Birgðir í árslok:
15.520
Kostnaðarverð seldra vara:
49.330
Birgðir í árslok eru 2.800 einingar.
Meðaltalsverð er 64.850/11.700 eða 5,54.
Birgðamat miðast við birgðabókhald
Dagsetning
Kaupv. á ein.
Meðalt. ein. verð
Innkaup
Selt
Kostn.verð
Frá fyrra ári
5,00
5,00
2.000
10.000
janúar
5,00
5,00
800
1.200
6.00
febrúar
5,25
5.16
2.000
3.200
16.500
mars
5,16
1.600
1.600
8.250
apríl
5,50
5,36
2.200
3.800
20.350
maí
5,36
2.100
1.700
9.104
október
5,75
5,61
3.000
4.700
26.354
nóvember
5,61
4.400
300
1.682
desember
6,00
5,96
2.500
2.800
16.682
Af þessari töflu sést að meðaltalskostnaðarverð breytist í hvert skipti sem nýjar vörur eru keyptar. Einnig kemur í ljós að birgðamat er ekki hið sama og samkvæmt birgðatalningar-aðferðinni.
Birgðir þessar greinast þannig:
Einingar
Kostnaðarverð
Birgðir í ársbyrjun
2.000
10.000
Innkaup á árinu
9.700
54.850
Selt á árinu
(8.900)
(48.168)
Birðir í árslok
2.800
16.682
III. Hvernig ákvarða skal birgðamat hjá framleiðslufyrirtækjum
Samkvæmt 12. tölulið skal birgðamat framleiðslufyrirtækja taka til beins efnis, beins launakostnaðar og óbeins framleiðslukostnaðar. Óbeinn framleiðslukostnaður getur samanstaðið bæði af föstum og breytilegum kostnaði. Heimilt er að miða skiptingu óbeins framleiðslukostnaðar annaðhvort við raunveruleg afköst eða áætluð afköst, sem venjulega byggjast á fyrri reynslu. Hér á eftir fer skýringardæmi um ákvörðun kostnaðarverðs hjá framleiðslufyrirtæki sem framleiðir þrjár afurðir.
Skipting óbeins kostnaðar miðað við raunveruleg afköst
Efnisnotkun
2.0000
Hráefnabirgðir í ársbyrjun:
240.000
Hráefnakaup á árinu:
(30.000)
Hráefnabirgðir í árslok:
230.000
Efnisnotkun skiptist þannig:
Afurð 1
80.000
Afurð 2
40.000
Afurð 3
110.000
230.000
Launakostnaður greinist þannig:
Afurð 1
15.000
Afurð 2
20.000
Afurð 3
40.000
75.000
Óbeinn framleiðslukostnaður:
Fastur:
Afskriftir byggingar, véla og tækja:
20.000
Laun framleiðslustjóra:
40.000
Fasteignagjöld:
10.000
Annar fasur kostnaður:
30.000
Breytilegur kostnaður:
Raforka:
50.000
Rekstrarvörur:
30.000
Annar breytilegur kostnaður:
20.000
200.000
Framleiðslukostnaður alls:
505.000
Framleiðslan var eftirfarandi:
Afurð 1
1.000
Afurð 2
2.000
Afurð 3
3.000
6.000
Skipting kostnaðar
Afurð 1
Afurð 2
Afurð 3
Samtals
Efniskostnaður
80.000
40.000
110.000
230.000
Launakostnaður
15.000
20.000
40.000
75.000
Óbeinn kostnaður:
40.000
53.333
106.667
200.000
Samtals:
135.000
113.333
256.667
505.000
Einingafjöldi
1.000
2.000
3.000
6.000
Kostnaðarverð á hverja framleidda einingu:
135
57
86
IV. Hvernig ákvarða skal birgðamat þegar talning miðast við söluverð
Samkvæmt 16. tölulið er heimilt að reikna kostnaðarverð birgða út frá söluverði þeirra. Aðferð þessi er nálgun á raunverulegu kostnaðarverði. Með hliðsjón af því er eðlilegast að haga útreikningi á kostnaðarverðinu þannig að sem næst verði komist raunveruleikanum, t. d. með því að telja vörur í birgðum eftir álagningarflokkum. Einnig verður til þess að líta að álagningu kann að hafa verið breytt, annaðhvort hækkuð eða lækkuð. Ef mikið öryggi er í skráningu á kaup- og söluverði vara kemur til greina að miða birgðamat við reiknaðar stærðir án birgðatalningar. Almennt verður þó að telja að nauðsynlegt sé að birgðatalning fari fram, einkum ef um ársuppgjör er að ræða. Hér á eftir fara tvö dæmi til skýringar á beitingu þeirrar aðferðar að reikna kostnaðarverð birgða út frá söluverði. Í báðum tilvikum er söluverð án virðisaukaskatts.
Birgðatalning miðast við söluverð
Birgðir í upphafi árs - kostnaðarverð
1.000
Vörukaup ársins
8.000
Sala ársins
10.000
Birgðir í lok árs söluverð
2.000
Álagningá vörur hefur að jafnaði verið um 40%. Ef kostnaðarverð birgða í árslok miðast við þá álagningu, kemur fram 32% meðalálagning í þessu dæmi, sbr. eftirfarandi:
Birgðir í upphafi árs
1.000
Vörukaup á árinu
8.000
Birgðir í lok árs
(1.429)
Kostnaðarverð seldra vara
7.571
Sala ársins
10.000
Reiknuð meðalálagning verður (10.000/7.571)
32%
Skýringar á lægri meðalálagningu en að jafnaði er notuð kynnu að vera nokkrar. Ein gæti verið rýrnun á birgðum, þ. e. birgðum hent eða stolið. Þyki það líkleg skýring verður ekkert frekar aðhafst varðandi birgðamatið. Sé hins vegar mikið öryggi í vörslu birgða og skemmdir færðar sérstaklega gæti skýringin verið að söluverð birgða hafi verið lækkað á árinu á einstökum vörum eða vöruflokkum. Loks gæti skýringin verið sú að samsetning birgða í árslok sé ekki hin sama og meðalsamsetningin á árinu. Í því tilviki færi betur á að talning birgða miðaðist við vöruflokka eftir álagningu; slík aðferð hentar best ef mikill munur er á álagningu vara eftir tegundum þeirra. Ítrekað skal að nauðsynlegt er að taka tillit til sérkenna hvers fyrirtækis í þessum efnum.
V. Hvernig ákvarða skal dagverð
Samkvæmt 21. tölulið reglnanna er dagverð ákveðið sem miðtala af þremur stærðum, þ. e. hreinu söluvirði, endurkaupaverði og hreinu söluvirði að frádreginni hæfilegri álagningu. Sú tala sem verður fyrir valinu er síðan notuð til samanburðar við kostnaðarverð þegar reglunni kostnaðarverð eða dagverð, hvort sem lægra reynist, er beitt. Hér á eftir fara nokkur skýringardæmi sem sýna hvernig þessari reglu er beitt:
tafla10 (væntanleg)
Í 1. dæmi telst dagverðið vera endurkaupaverðið, þar sem það verð er miðtalan. Samkvæmt meginreglunni miðast birgðamatið við kostnaðarverð, þar sem það er lægra en dagverðið.
Í 2. dæmi er dagverðið jafnt hreinu söluvirði að frádreginni hæfilegri álagningu, þar sem það verð er miðtalan. Birgðamatið miðast einnig við þetta verð, þar sem kostnaðarverðið er hærra en skilgreint dagverð.
Í 3. dæmi telst hreint söluvirði vera dagverð, þar sem það verð er miðtalan. Birgðamatið miðast einnig við hreint söluvirði, þ. e. dagverð, enda er það lægra en upphaflegt kostnaðarverð.
Rétt þykir að skýra í stuttu máli rökin fyrir reglunni um samanburð á þessum þremur fjárhæðum sem fulltrúum fyrir dagverð. Dagverð skal vera jafnt endurkaupaverði. Rökrétt er að miða dagverð við endurkaupaverð, þar sem almenna reglan um skráningu eigna er kaupverð. Í tveimur tilvikum skal þó ekki miða við endurkaupaverð. Í fyrsta lagi má ekki miða við endurkaupverð ef það er hærra en hreint söluvirði. Þegar þannig háttar til er komið í veg fyrir ofmat birgða með því að hámark birgðamats takmarkast við hreint söluverðmæti. Til samræmis er ekki miðað við endurkaupaverð þegar það er lægra en hreint söluvirði að frádreginni hæfilegri álagningu. Með þeim hætti er komið í veg fyrir að birgðir séu metnar við of lágu verði. Með hæfilegri álagningu er átt við þá álagningu sem almennt er notuð á þann söluvarning sem í hlut á.
Reglunni um kostnaðarverð eða dagverð, hvort sem lægra reynist, er heimilt að beita á sérhverja vörutegund, sérhvern vöruflokk eða á vörubirgðirnar í heild sinni.
Í 1. dæmi telst dagverðið vera endurkaupaverðið, þar sem það verð er miðtalan. Samkvæmt meginreglunni miðast birgðamatið við kostnaðarverð, þar sem það er lægra en dagverðið.
Í 2. dæmi er dagverðið jafnt hreinu söluvirði að frádreginni hæfilegri álagningu, þar sem það verð er miðtalan. Birgðamatið miðast einnig við þetta verð, þar sem kostnaðarverðið er hærra en skilgreint dagverð.
Í 3. dæmi telst hreint söluvirði vera dagverð, þar sem það verð er miðtalan. Birgðamatið miðast einnig við hreint söluvirði, þ. e. dagverð, enda er það lægra en upphaflegt kostnaðarverð.
Rétt þykir að skýra í stuttu máli rökin fyrir reglunni um samanburð á þessum þremur fjárhæðum sem fulltrúum fyrir dagverð. Dagverð skal vera jafnt endurkaupaverði. Rökrétt er að miða dagverð við endurkaupaverð, þar sem almenna reglan um skráningu eigna er kaupverð. Í tveimur tilvikum skal þó ekki miða við endurkaupaverð. Í fyrsta lagi má ekki miða við endurkaupverð ef það er hærra en hreint söluvirði. Þegar þannig háttar til er komið í veg fyrir ofmat birgða með því að hámark birgðamats takmarkast við hreint söluverðmæti. Til samræmis er ekki miðað við endurkaupaverð þegar það er lægra en hreint söluvirði að frádreginni hæfilegri álagningu. Með þeim hætti er komið í veg fyrir að birgðir séu metnar við of lágu verði. Með hæfilegri álagningu er átt við þá álagningu sem almennt er notuð á þann söluvarning sem í hlut á.
Reglunni um kostnaðarverð eða dagverð, hvort sem lægra reynist, er heimilt að beita á sérhverja vörutegund, sérhvern vöruflokk eða á vörubirgðirnar í heild sinni.
VI. Hvernig ákvarða skal kostnaðarverð innfluttrar vöru
Samkvæmt 9. og 10. tölulið skal kostnaðarverð innfluttrar vöru miðast við áfallinn kostnað. Hann tekur til reikningsfjárhæðar í erlendum gjaldmiðli við tilteknu gengi, tolla og flutningsgjalda. Ef gengismunur er verulegur er heimilt að færa hann til hækkunar á birgðamati. Hér á eftir verða reglur þessar útskýrðar með dæmi:
Forsendur:
Erlend reikningsfjárhæð er USD 10.000.
Gengi á vörukaupadegi í nóvember er 60 kr.
Gengi á reikningsskiladegi í desember er 62 kr.
Gengi á greiðsludegi í janúar er 64 kr.
Tollar á gengi í janúar 200.000 kr.
Reiknaðir tollar á gengi í desember 194.000 kr.
Flutningsgjöld og heimakstur 30.000 kr.
Vörurnar komu til landsins í desember.
Kostnaðarverð birgðanna reiknast þannig:
tafla11 (væntanleg)
a) Miðað við reikningsskiladag:
Reikningsfjárhæð 600.000
Tollar 194.000
Flutningsgjöld og heimakstur 30.000
824.000
Gengismunur að fjárhæð 20.000 kr. færist á fjármagnskostnað.
b) Miðað við þann dag sem vörur eru leystar út:
Reikningsfjárhæð 600.000
Tollar 200.000
Flutningsgjöld og heimakstur 30.000
830.000
Gengismunur á reikningsfjárhæð að fjárhæð 40.000 kr. færist á fjármagnskostnað, helmingur á fyrra ári en eftirstöðvar á greiðsluári. Gengismun á tollskuld þykir hins vegar rétt að færa til hækkunar á birgðamati en ekki á fjármagnskostnað, þó að það skjóti kannski skökku við en framkvæmdin verður auðveldari með þessum hætti.
c) Ef gengismunur telst vera verulegur færist hann til hækkunar á birgðamati. Þannig væri reikningsfjárhæðin 640.000 kr. í kostnaðarverði birgða, ef kostnaðarverðið miðaðist við greiðslugengi.