Af spjöldum FLE sögunnar 10

Húseignin Hverfisgata 106A Af spjöldum FLE sögunnar  Húseignin Hverfisgata 106A Félagið kaupir árið 1966, hlut í húseigninni Hverfisgötu 106 A í Reykjavík og hefur framkvæmdir til þess að breyta húsnæðinu úr íbúð í félagsheimili. Þann 17. apríl 1967 er haldinn stjórnarfundur þar en formleg opnun félagsheimilisins er svo 1. september 1967. Það sama ár var komið á fræðslunefnd sem átti að "sjá um fræðslustarfsemi innan félagsins í samráði við stjórn þess, svo og umsjón með skjalasafni, bókasafni og húsnæði félagsins".  Það er svo í marsmánuði árið 1989 að félagsheimilið er selt. Andvirðið var upphaflega sett í spariskírteini ríkissjóðs, en rann að mestu til Námsstyrkjasjóðs félagsins sem stofnaður er 4. júní árið 2003.