Af spjöldum FLE sögunnar 11
26.07.2010
FLE í útlöndum - námskeið og ferðir
Af spjöldum FLE sögunnar
FLE í útlöndum
Í október 1989 heldur FLE í fyrsta sinn námskeið erlendis. Stjórn félagsins og Menntunarnefnd skipulagði námskeið í Edinborg í samráði við Félag endurskoðenda í Skoltlandi. Á annað hundrað manns, félagsmenn og makar tóku þátt. Það er svo árið 1992 að Menntunarnefndin skipulagði heimsókn til höfuðstöðva Efnahagsbandalagsins í Brussel en 56 félagmenn og makar fóru þangað. Haustráðstefna FLE var svo haldin í New York árið 1997 og í Stokkhólmi árið 2005. Í þeirri ferð var mikil þátttaka en alls voru 190 manns í ferðinni, félagsmenn og makar.