Af spjöldum FLE sögunnar 3
20.04.2010
Af spjöldum FLE sögunnar
Fyrsti endurskoðandinn?
Árið 1872 var birt tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi með ákvæðum um endurskoðun reikningsskila. Tveimur árum síðar voru sett ákvæði í stjórnarskrá um að þingdeildir kjósi yfirskoðunarmenn sem gagnskoði hina árlegu reikninga um tekjur og gjöld landsins. 1878 var svo sérstakur aðstoðarmaður ráðinn á landfógetaskrifstofuna í "endurskoðun reikninga landsins" Indriði Einarsson, skáld og rithöfundur. Indriði lauk hagfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla og er fyrsti Íslendingurinn sem starfsheitið endurskoðandi festist við og var á sínum tíma almennt nefndur Indriði revisor. (Úr afmælisriti FLE 1995)