Ásetningsbrot starfsábyrgða í lögunum fellt út
18.11.2009
Frumvarp til laga um breyting á lögum um endurskoðendur. Orðið ásetningur fellt út úr lögum um starfsábyrgðartryggingu. Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 79/2008, um endurskoðendur.
Með frumvarpinu er lagt til að lögð verði niður skylda endurskoðenda til að hafa starfsábyrgðartryggingu vegna fjárhagstjóns af völdum ásetningsbrota. Komið hefur í ljós að vátryggingafélög hafa ekki getað boðið endurskoðendum starfsábyrgðartryggingar vegna tjóns af ásetningsbrotum. Hafa þeir því ekki getað uppfyllt skilyrði 1. mgr. 6. gr. laga um endurskoðendur. Tillaga er því um niðurfellingu hennar. Áfram stendur skylda endurskoðenda til að taka starfsábyrgðartryggingu vegna gáleysisbrota . Gert er ráð fyrir gildistöku reglnanna við birtingu laganna ef samþykkt verða.