Atburðir eftir lok reikningsskiladags

Hugsanlegar endurskoðunaraðgerðir: Fyrirspurnir til stjórnenda varðandi atburði eftir lok reikningsskiladags sem gætu haft áhrif á reikningsskilin. Bera saman upplýsingar frá stjórnendum og okkar eigin þekkingu á starfsemi fyrirtækisins og viðskiptaumhverfinu. Skoða fundargerðir stjórnar og aðrar fundargerðir eftir því sem viðeigandi er. Skoða nýjasta milliuppgjör ef til er eða aðrar stjórnendaupplýsingar s.s. skýrslur úr bókhaldi. Skoða greiðslu-og rekstraráætlanir. Afla upplýsinga varðandi yfirvofandi málsókn eða aðrar kröfur. Geta verið ýmis atriði sem við rekumst á í endurskoðunarvinnunni sem getur verið ástæða til að taka tillit til.