Bindandi álit. Föst atvinnustöð
23.12.2010
Föst atvinnustöð
Með bréfi dagsettu 25. október 2010, er lögð fram beiðni um bindandi álit með vísan til 1. gr. laga um bindandi álit í skattamálum, nr. 91/1998. Í beiðninni er óskað eftir bindandi áliti á því hvort álitsbeiðandi telst mynda fasta starfsstöð/atvinnustöð hér á landi í skilningi 4. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og 5. gr. tvísköttunarsamnings Norðurlandanna. Að því gefnu að álitsbeiðandi teljist ekki vera með fasta atvinnustöð er óskað eftir bindandi áliti á því hvort hann geti fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem hann greiðir hér á landi vegna kaupa á vörum og þjónustu, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 288/1995.