Breyting á innskattsreglugerð

Meðfylgjandi er breytingarreglugerð er varðar 2.tölul. 2.málsgr. í innskattsreglugerðinni: +Meðfylgjandi er breytingarreglugerð er varðar 2.tölul. 2.málsgr. í innskattsreglugerðinni: + Upphaflegi textinn í reglugerð nr 192/1993 er þessi: "13. gr. það telst breyting á forsendum fyrir frádrætti á innskatti þegar skattaðili naut fulls frádráttarréttar eða frádráttar að hluta þegar eign var keypt eða þegar verk var unnið, en eignin er síðar seld, leigð eða tekin til annarrar notkunar þar sem skattaðila ber enginn frádráttarréttur eða minni frádráttarréttur. Það telst einnig breyting á forsendum fyrir frádrætti á innskatti þegar ökutæki skv. 1. tölul. 1. mgr. 9. gr. er breytt þannig að ökutækið uppfylli ekki skilyrði þau sem tilgreind eru skv. 1. tölul. 1. mgr. þótt ekki sé um breytta notkun ökutækis að ræða. Jafnframt skal leiðrétta innskatt vegna öflunar eigna, sem falla undir 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. og notaðar eru við blandaða starfsemi, ef hlutfallstala skv. 5. gr. lækkar um 10 prósentur eða meira frá því ári þegar eignar var aflað. Leiðréttingarskylda fellur niður í eftirfarandi tilvikum: 1. Þegar sala eða afhending rekstrarfjármuna telst til skattskyldrar veltu skattaðila, sbr. 3. mgr. 11. gr. laga nr. 50/1988 og 11. gr. reglugerðar þessarar. 2. Þegar eign er seld nauðungarsölu. 3. Þegar fasteign er leigð út og leigusali er skráður frjálsri skráningu, sbr. reglugerð nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign. Heimilt er skattaðila að leiðrétta til hækkunar innskatt vegna öflunar eigna skv. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr., sem notaðar eru við blandaða starfsemi, ef hlutfallstala skv. 5. gr. hækkar um 10 prósentur eða meira frá því ári þegar eignar var aflað. " Breytingin er á þessa leið: