2. Félagsmenn

6. gr. Félagsmenn geta þeir orðið sem hafa réttindi sem endurskoðendur samkvæmt ákvæðum laga þar um, nú laga nr. 18/1997, og óska skriflega eftir aðild að félaginu við stjórn þess.  Félagsaðild manna fellur niður, ef löggilding þeirra fellur úr gildi samkvæmt ákvæðum laga um endurskoðendur, þeir segja sig skriflega úr félaginu, þeir skulda félagsgjöld fyrir tvö ár eða lengri tíma eða þeim er vikið úr félaginu sbr. 24. gr. samþykkta þessara. 7. gr. Ef einhver félagsmaður eða utanfélagsmaður hefur unnið mikilvæg störf í þágu félagsins eða stéttarinnar í heild, getur aðalfundur kjörið slíkan mann heiðursfélaga enda beri stjórn félagsins fram tillögu þar að lútandi. 8. gr. Samskiptareglur Félags löggiltra endurskoðenda, FLE, skoðast sem hluti af samþykktum þessum. 9. gr. Félagsmönnum ber að upplýsa stjórn félagsins um breytingar sem verða á lögheimili þeirra og heimilisfangi starfsstöðvar.  Skal stjórnin halda nákvæma félagaskrá.  Er sending fundarboða og annarra tilkynninga gild ef þær eru sendar á heimilisfang félagsmanns eða þeirrar starfsstöðvar sem hann hefur tilkynnt. 10. gr. Um réttindi og skyldur félagsmanna fer eftir ákvæðum samþykkta þessara.