4 Viðaukar
01.09.2004
Viðauki 1: Dæmi um skattskyldan tímabundinn mismun
Dæmi um skattskyldan tímabundinn mismun en hann leiðir til tekjuskattsskuldbindingar:
1) Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna eru hærri á skattframtali en í bókhaldi, en það leiðir til þess að bókfært verð eigna er hærra en skattalegt verð.
2) Tekjur af verkefnum eru innleystar samkvæmt áfangaaðferð í bókhaldi en við verklok á skattframtali, en það leiðir til þess að bókfært verð tilsvarandi eigna er hærra en skattalegt verð.
3) Rannsóknar- og þróunarkostnaður er eignfærður í bókhaldi en gjaldfærður þegar hann féll til á skattframtali.
4) Hlutdeildaraðferð er beitt á fjárfestingu í hlutabréfum í bókhaldi en kostnaðarverðsaðferð er beitt á skattframtali, þ.e. tekjur af fjárfestingunni eru innheimtur arður.
5) Eignir í bókhaldi hafa verið metnar við hærra verði en framreiknuðu kostnaðarverði og mótbókun gerð á sérstakan endurmatsreikning. Skattskuldbinding vegna þessa færist til lækkunar á hinum sérstaka endurmatsreikningi.
6) Fjármögnunarleigusamningur er eignfærður í bókhaldi en leigugreiðslur eru gjaldfærðar á skattframtali. Tekjuskattsskuldbinding reiknast af jákvæðum mismun á bókfærðu verði leigueignar og leiguskuldar.
7) Bókfært verð skuldabréfaeignar er hærra en skattalegt matsverð sem gæti stafað af því að bréfin eru færð við markaðsverði í bókhaldi en miðast við kostnaðarverð á framtali. Einnig gæti mismunandi afskrift affalla eða gengisauka leitt til mismunar á bókfærðu verði skuldabréfaeignar og matsverðs hennar til skatts.
8) Viðskiptakröfur eru færðar meira niður á skattframtali en þörf er fyrir í bókhaldi.