696 - Frumvarp til laga um stofnun hlutafélags til að stuðla að endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja.
12.03.2009
Pdf - smellið hér
Meðfylgjandi er frumvarp til laga um stofnun hlutafélags til að stuðla að endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja.
Með frumvarpinu þessu er lagt til að fjármálaráðherra geti stofnað eignaumsýslufélag sem sjái um endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja sem komin eru í rekstrarerfiðleika en eru talin skipta miklu máli fyrir íslenskt samfélag.Þannig verði áframhaldandi starfsemi þeirra tryggð.Skal félaginu heimilt að kaupa eignarhluti í atvinnufyrirtækjum sem þarfnast endurskipulagningar og eru komin í eigu ríkisbanka eða annarra fjármálafyrirtækja í þeim tilgangi að endurskipuleggja fyrirtækin bæði fjárhags- og rekstrarlega, og að því loknu sjá um sölu fyrirtækjanna.