757 Lög um breyting á tollalögum,lögum um vörugjald, og lögum um virðisaukaskatt. ------ Greiðslufrestur. Tímaviðmiðun innskatts.
24.03.2009
PDF - smellið hér
Meðfylgjandi eru lög um breyting á tollalögum, nr. 88/2005, lögum nr. 97/1987,um vörugjald, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
Lagasetningin varðar greiðslufresti gjalda á árinu 2009.
Einnig er tekið fram að þrátt fyrir ákvæði vsk.laga sé á gjalddaga virðisaukaskatts vegna reglubundinna uppgjörstímabila á árinu 2009, heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað.
Lögin voru samþykkt í dag en eru enn án númers og óbirt í Stjórnartíðindum.
Þau tóku gildi 15.mars sl.