Ábendingar frá ríkisskattstjóra

Til endurskoðenda og bókara Framtalsskil einstaklinga 2011 hafa verið mun betri en síðustu ár, munar þar meira en 20 þús framtölum miðað við svipaða tíma í fyrra og enn meira séu eldri ár borin saman við framtalsskil 2011. Ríkisskattstjóri þakkar endurskoðendum og bókurum viðleitni þeirra í því að flýta skilum eins og raunin hefur orðið. Hér eru nokkrar ábendingar sem vert er að hafa í huga: Komið hefur í ljós við yfirferð framtala að útfylling einstakra reita í skattframtali rekstraraðila RSK 1.04 er oft á tíðum ekki með réttum hætti.  Skattalegar leiðréttingar eru í sívaxandi mæli gerðar í aðra reiti en til þess eru ætlaðir í framtali.  Leiðréttingar er varða söluhagnað / sölutap hlutabréfa og auðlegðarskatt eru dæmi um þetta. Til að sporna við þessari þróun verður ábendingum og villum fjölgað í skattframtali rekstraraðila.  Þannig mun verða við framtalsskil sett inn í villuprófun í vefframtalinu og framtalsforritinu DK villa ef skattaleg leiðrétting á eignarhlutum í öðrum félögum í reit 7090 er hærri en samtala eignfærðrar hlutdeildar í öðrum félögum í reitum 5030, 5035, 5040 og 5045. Villur og ábendingar munu þó seint geta útilokað að leiðréttingar séu færðar í ranga reiti.  Af þeim sökum eru þeir sem atvinnu hafa af framtalsgerð hvattir til að huga vel að útfylling framtala sé sem nákvæmust.  Slíkt stuðlar að réttari framtölum og þar með fækkun fyrirspurna. Minnt er símanúmerið sem eingöngu er ætlað þeim sem atvinnu hafa af framtalsgerð, endurskoðendum og bókurum. Er sá sími, 442 1717 opinn frá kl. 09,30 - 12,00 alla virka daga. Er þannig unnt fyrir fagaðila að ná beint inn til RSK án tafa en á miklum annatímum hefur borið á að svartími síma geti verið umtalsverður. Unnt er að senda póst á hvaða starfsstöð RSK, svo sem m.a. var tilkynnt í tölvupósti 2. feb. sl. Til að flýta afgreiðslu er þó heppilegra að á höfuðborgarsvæðinu sé póstur vegna einstaklingsframtala, staðgreiðslu, fyrirtækjaskrá og tæknimála sendur á Laugaveg 166, Reykjavík en vegna atvinnurekstrarframtala og virðisaukaskatts  á Suðurgötu 14, Hafnarfirði. Mun þessi aðgreining hraða afgreiðslu erinda. Framtalsskil einstaklinga 2011 hafa verið mun betri en síðustu ár, munar þar meira en 20 þús framtölum miðað við svipaða tíma í fyrra og enn meira séu eldri ár borin saman við framtalsskil 2011. Ríkisskattstjóri þakkar endurskoðendum og bókurum viðleitni þeirra í því að flýta skilum eins og raunin hefur orðið.