Af spjöldum FLE sögunnar 12

Konur og FLE Af spjöldum FLE sögunnar  Konur og FLE Það var árið 1975 sem fyrsta konan fékk löggildingu sem endurskoðandi á Íslandi, Guðríður Kristófersdóttir. Tvær konur fengu svo löggildingu árið 1976 þær Erna Bryndís Halldórsdóttir og Karlotta Aðalsteinsdóttir. Það er svo í framhaldi af því að fyrstu konurnar verða félagsmenn í FLE. Fyrsta konan sem tekur sæti í stjórn félagsins er Erna Bryndís Halldórsdóttir en það er árið 1982. FKE, Félag kvenna í endurskoðun er stofnað í janúar 2005 til þess að styrkja áhrif kvenna í endurskoðun.  Kristrún Helga Ingólfsdóttir var svo skipuð í menntunarnefnd á vegum IFAC árið 2006 en hún er fyrsti Íslendingurinn til að sitja í nefnda ávegum IFAC. Árið 2007 er svo fyrsta konan kosin formaður félagsins Margret G. Flóvenz og hún er svo kjörin forseti NRF árið 2009.