Af spjöldum FLE sögunnar 5
20.04.2010
Af spjöldum FLE sögunnar
Danir ryðja brautina
Upphaf endurskoðunr á Íslandi er þéttsetið dönskum nöfnum: Jakobsen, Manscher, Andersen og Nielsen. Árið 1919 sendi danska endurskoðunarfyrirtækið Centralanstalten for Revision og Drifts Organisation hingað til lands lærðan endurskoðanda, Jakobsen að nafni. Verkefnin voru meiri en ráð var fyrir gert og dvalartími hans því lengri en ætlað var. 1921 kemur svo Niels Manscher til landsins til að veita forstöðu útibúi fyrirtækisins - hann átti svo eftir að hafa mikil áhrif á endurskoðun hér á landi. Frans A. Andersen og Georg Nielsen voru síðan fyrstu menn til að fá löggildingu sem endurskoðendur á Íslandi eftir að hafa lokið prófi samkvæmt lögum frá 1926 og reglugerð frá 1929 (Úr afmælisriti FLE 1995)