Af spjöldum FLE sögunnar 7
26.07.2010
Norrænt samstarf endurskoðenda.
Af spjöldum FLE sögunnar
Norrænt samstarf
Norrænt samstarf endurskoðenda hófst með því að samþykkt var á félagsfundi 19. janúar 1939 að félagið gerðist meðlimur að Det Skandinaviska Revisorssekretariat sem var samband norrænna endurskoðendafélaga. Nafni sambandsins var breytt 1956. Fulltrúi félagsins Árni S. Björnsson löggiltur endurskoðandi tekur í fyrsta sinn þátt í fundi norrænna endurskoðenda 1939. Margret G. Flóvenz er fimmti forsetinn sem Íslendingar eiga hjá NRF en á 10 ára fresti er embættið okkar. Þeir sem gengt hafa embættinu af hálfu FLE eru þeir Árni Tómasson 2000-2002, Gunnar Sigurðsson 1990-1992, Halldór V. Sigurðsson 1978-1980 og Svavar Pálsson 1968-1970.