Af spjöldum FLE sögunnar 8

Í janúar 1961 er haldinn fyrsti hádegisverðarfundur FLE. Af spjöldum FLE sögunnar  Fyrsti hádegisverðarfundur FLE Í janúar 1961 er haldinn hádegisverðarfundur félagsmanna með utanaðkomandi fyrirlesara og er það fyrsta skráða heimild um slíkan fund á vegum félagsins. Það er svo samþykkt á félagsfundi árið 1965 að félagsmenn komi saman einu sinni í mánuði, nema yfir sumarmánuðina til hádegisverðar "hvort sem sérstakt tilefni væri til eða ekki" eins og segir í fundargerðinni. Hádegisverðarfundir hafa verið haldnir með svipuðu sniði allt frá þeim tíma. Hér til hliðar er mynd frá hádegisverðarfundi í nóvember 2005. Á myndinni eru Davíð Einarsson, Guðríður Kristófersdóttir, Ómar Kristjánsson, Guðmundur Óskarsson, Símon Hallsson o.fl.