Áhersluatriði í eftirliti ársreikningaskrár vegna reikningsársins sem lýkur 31. desember 2024

Ársreikningaskrá hefur nú birt áhersluatriði í eftirliti sínu fyrir þau félög sem fara eftir ársreikningalögum við gerð ársreikninga sinna. Áhersluatriðin miða að því að tryggja að reikningsskil félaga uppfylli kröfur laga nr. 3/2006, reglugerðar nr. 696/2019 og settar reikningsskilareglur, og leggja áherslu á aukið gagnsæi í upplýsingagjöf. Ársreikningaskrá hvetur stjórnendur, þá aðila sem koma að gerð ársreikninga og samstæðureikninga í félögum, endurskoðendur og aðra fagaðila til að fylgja þessum áherslum nákvæmlega.

Sjá nánar hér: Áhersluatriði ársreikningaskrár