Áhrif Covid 19 á gerð ársreikninga
Ágætu félagsmenn
Það hefur ekki farið framhjá neinum þau miklu áhrif sem covid-19 er að hafa á störf okkar þessa dagana og ekki síður þá umbjóðendur okkar og félög sem ber að semja ársreikning.
Við viljum því vekja sérstaklega athygli á því að endurskoðendur íhugi alvarlega hvaða áhrif covid geti haft á ársreikningagerðina sem og endurskoðunina og þau atriði sem ættu að koma fram eftir atvikum í skýrslu stjórnar, skýringum eða áritun endurskoðanda.
Almennt má gera ráð fyrir því að öll félög sem birta reikningsskil sín á þessum óvissutímum hafi umfjöllun um atburði eftir lok reikningsskiladags í ársreikningi sínum.
Hvað varðar ársreikningagerðina þá þarf sérstaklega að líta til krafna í lögum um ársreikninga (3/2006), sér í lagi gr. 65 og 66. og eftir atvikum alþjóðlegan reikningsskilastaðla (IFRS) IAS 10 (atburðir eftir lok reikningsárs) og annarra staðla er lúta að mati ýmissa liða og tengist atburðum eftir lok reikningsskiladags en fyrir áritunardag.
Hvað varðar endurskoðunina þarf að huga að uppfærðu áhættumati og sérstaklega að horfa til ISA 570 (rekstrarhæfi) og ISA 560 (atburðir eftir lok reikningsárs). Einnig þarf að huga að mögulegum áhrifum á áritun okkar, sbr. ISA 700, ISA 701 og ISA 706.
Meðfylgjandi nánara lesefni viljum við gjarnan hvetja ykkur til að kynna ykkur sem eru krækjur inn á upplýsingar frá alþjóðlegum endurskoðunarfyrirtækjum og hafa verið að birtast síðustu dagana :
- Deloitte - Accounting considerations related to coronavirus disease 2019
- EY - Applying IFRS: Accounting considerations of the coronavirus outbreak
- KPMG – Financial reporting impacts of coronavirus
- PwC - Accounting implications of coronavirus: PwC In brief INT2020-04
Jafnframt viljum við vekja athygli á eftirfarandi fréttatilkynningu sem má finna á heimasíðu Ársreikningaskrár sem lítur að lögum um ársreikninga og skýrslu stjórnar í ljósi covid: Yfirlýsing frá ársreikningaskrá ríkisskattstjóra vegna áhrifa af COVID-19
Að lokum sendum við ykkur neðangreinda umfjöllun frá Accountancy Europe sem barst okkur núna í morgun.