Álitsnefnd FLE

Álitsnefnd Félags löggiltra endurskoðenda er, samkvæmt samþykktum félagsins, ætlað það hlutverk að láta uppi, fyrir félagsins hönd, rökstutt álit um hvers konar fyrirspurnir er varða starfssvið löggiltra endurskoðenda. Jafnframt ber nefndinni að fella úrskurði í þeim málum sem til hennar er vísað samkvæmt reglum um samskipti félaga í Félagi löggiltra endurskoðenda. Nefndin leitar eftir greinargerðum fagnefnda félagsins um einstök mál eftir því sem við á. Flest þeirra mála sem beint er til nefndarinnar varða setningu laga og reglna um efni er varða starfssvið löggiltra endurskoðenda. Í Álitsnefnd FLE, starfsárið 2012-2013 sitja:  Sigurður Páll Hauksson, formaður J. Sturla Jónsson, varaformaður Þórir Ólafsson Margret G. Flóvenz Eymundur Einarsson Anna Kristín Traustadóttir, varamaður