AUGLÝSING um nýtt fasteignamat. Mat pr. 31.12. 2008.
30.12.2008
PDF skjal
Nýtt fasteignamat sem birt var í dag inniber m.a. eftirfarandi:
Matsverð íbúðarhúsa og íbúðarlóða, atvinnuhúsa og atvinnuhúsalóða á höfuðborgarsvæðinu , Reykjanesbæ, Grindavík, Vogum, Akranesi, Akureyri, Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Egilsstöðum, Fellabæ og Hveragerði verður óbreytt.
Matsverð fjölbýlishúsa og fjölbýlishúsalóða á Seltjarnarnesi, Garðabæ, Hafnarfirði og Ísafirði lækkar um 5%..
Matsverð sumarhúsa og sumarhúsalóða lækkar um 10%.
Matsverð íbúðarhúsa og íbúðarlóða, atvinnuhúsa og atvinnuhúsalóða í Garði, Stykkishólmi, Bolungarvík, Hólmavík, Siglufirði, Dalvíkurbyggð, á Búðum í Fáskrúðsfirði, á Stöðvarfirði, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum og Hvolsvelli og ennfremur í þéttbýli í Snæfellsbæ, Eyjafjarðarsveit og Mýrdalshreppi hækkar um 10%.
Annars staðar hækkar m
atsverð íbúðarhúsa og íbúðarlóða, atvinnuhúsa og atvinnuhúsalóða, svo og matsverð bújarða ásamt íbúðarhúsum og útihúsum á bújörðum og matsverð hlunninda um 5%.