Breytingartillaga og nefndarálit við frv. til l. um breyt. á l. um virðisaukaskatt.--- 100% endurgreiðsla- Frá efnahags- og skattanefnd.--. Íbúðir og núna líka frístundahús -- önnur hús einnig ef í eigu sveitarfél. --- vinna arkitekta,verkfræð.ofl við sl
09.03.2009
PDF - smellið hér - 637 289. mál.
PDF - smellið hér - 638 289. mál.
Í frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er lagt til að hlutfall endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna íbúðarhúsnæðis hækki tímabundið í 100% .
Málið hefur nú verið afgreitt sbr. meðfylgjandi þskj. úr þingnefnd með breytingum.
Þessar eru þær:
1. Nefndin leggur til að tímabil endurgreiðslunnar verði lengt til 1. janúar 2011.
2. Í annan stað er lagt til að endurgreiðsla verði ekki einskorðuð við byggingu íbúðarhúsnæðis og endurbætur og viðhald á þess háttar húsnæði heldur verði hún jafnframt látin taka til frístundahúsnæðis sbr lög um um frístundabyggð.
3. Einnig er lögð til sú breyting að heimildin taki til virðisaukaskatts af þjónustu arkitekta, verkfræðinga og tæknifræðinga vegna hönnunar, verkumsjónar og eftirlits með slíkum og þvílíkum framkvæmdum.
4. Loks er lagt til að ákvæði frumvarpsins verði látin gilda um annað húsnæði en íbúðarhúsnæði og frístundahús og sé það húsnæði alfarið í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu þeirra.
5. Um gildistöku er það að segja að nefndin ræddi gildistöku frumvarpsins og hvort endurgreiðsla samkvæmt frumvarpinu yrði miðuð við tímasetningu framkvæmda eða útgáfu reiknings. Kom fram sá skilningur að útgáfa reiknings væri ákvarðandi í því efni.