Einföldun á sjálfbærniregluverki Evrópusambandsins
Eins og fram kom í frétt frá félaginu fyrr í þessum mánuði þá boðaði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (e. European Commission) að í febrúar yrðu kynntir heildstæðir einföldunarpakkar (e. simplification omnibus packages) sem varða sjálfbærnitilskipun (e. CSRD) og flokkunarreglugerð (e. taxonomy) Evrópusambandsins. Í gær kynnti framkvæmdastjórnin tillögur að breytingunum sem lesa má um í þessari fréttatilkynningu. Eins og þar kemur fram, sem og í frétt Viðskiptablaðsins, er ætlunin m.a. að draga verulega úr stjórnsýslubyrði, ekki síst fyrir lítil og meðalstór félög, sem og að fækka verulega þeim félögum sem falla undir sjálfbærnitilskipunina.
Hvað Ísland varðar þá hefur áður komið fram að frumvarp vegna innleiðingar sjálfbærnitilskipunarinnar verður ekki lagt fram á vorþingi en stefnt er að því að það verði gert á haustþingi samanber frétt á heimasíðu FLE fyrr í þessum mánuði.