Frá Ársreikningaskrá - Skil og sektir
16.09.2020
Hér að neðan er texti frá Halldóri I. Pálssyni í Ársreikningaskrá RSK.
Lokafrestur til að skila ársreikningi til ársreikningaskrár miðast við miðnætti miðvikudaginn 30. september. (við tökum listann út að morgni 1. okt.). Örfélög sem skila ársreikningi frá 1. október og fram til miðnættis sunnudagsins 4. október fá stjórnvaldssektina fellda niður. Við sjáum um það þannig að ekki þarf að biðja um það sérstaklega. Ítrekað er að frestir til örfélaga byggjast á að svokölluðum „Hnappsreikningi“ sé skilað sbr. ákvæði 2. mgr. 109. gr.
- Þriðjudaginn 3. nóvember verða sektir lækkaðar úr 600.000 kr. niður í 60.000 kr. (90% lækkun) fyrir öll félög sem skila ársreikningi (að hnappsreikningum undanskyldum) á tímabilinu 1. október til miðnættis mánudaginn 2. nóvember 2020.
- Miðvikudaginn 11. nóvember verða sektir lækkaðar úr 600.000 kr. niður í 60.000 kr. (90% lækkun) fyrir öll félög sem skila hnappsreikningi á tímabilinu 5. október til miðnættis sunnudagsins 8. nóvember 2020. SAMA OG ÁÐUR
- Miðvikudaginn 2. desember verða sektir lækkaðar úr 600.000 kr. niður í 240.000 kr. (60% lækkun) fyrir öll félög sem skila ársreikningi (að hnappsreikningum undanskildum) á tímabilinu þriðjudaginn 3. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 1. desember 2020.
- Mánudaginn 7. desember verða sektir lækkaðar úr 600.000 kr. niður í 240.000 kr. (60% lækkun) fyrir öll félög sem skila hnappsreikningi á tímabilinu 9. nóvember til miðnættis sunnudaginn 6. desember 2020. SAMA OG ÁÐUR
- Mánudaginn 4. janúar verða sektir lækkaðar úr 600.000 kr. niður í 360.000 kr. (40% lækkun) fyrir öll félög sem skila ársreikningi (að hnappsreikningum undanskildum) á tímabilinu 2. desember til miðnættis sunnudaginn 3. janúar 2021.
- Miðvikudaginn 6. janúar 2021 verða sektir lækkaðar úr 600.000 kr. niður í 360.000 kr. (40% lækkun) fyrir öll félög sem skila hnappsreikningi á tímabilinu 7. desember til miðnættis þriðjudaginn 6. janúar 2021.