Frestir fagaðila
25.06.2020
Ríkisskattstjóri, Ársreikningaskrá og ANR hafa á grundvelli samstarfs við FLE ákveðið að fagaðilar fái rýmri heimildir til skila en almennt gilda. Framlenging skilafresta miðast við rafræn skil eftir því sem við á. Sektir munu leggjast á ef ekki er staðið við tímaafmarkanir.
- Skil á ársreikningum til Ársreikningaskrár miðast við miðnætti þriðjudaginn 15. september 2020
- Skil á ársreikningum til Ársreikningaskrár með "hnappi" - sektir á félög sem skila þannig 16. sept til miðnættis sunnudag 4. október verða felldar niður.
- Skilafresti á skattframtölum stærri lögaðila lauk 31. maí s.l.
- Skilafresti á skattframtölum einstaklinga utan atinnurekstrar lauk 22. apríl s.l.
- Skilafrestur á skattframtölum minni lögaðila er 2. október og skal þeim skilað með sem jafnastri dreifingu frá upphafsdegi 1. febrúar til lokadags. Endurskoðendur eru minntir á að útfylla skilalista á slóðinni rsk.is/skil.