Frumvarp vegna sjálfbærnitilskipunar verður ekki lagt fram á vorþingi

Á dögunum var þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar lögð fram. Sem kunnugt er þá hefur staðið yfir vinna við innleiðingu á nýrri sjálfbærnitilskipun Evrópusambandsins (e. Corporate Sustainability Reporting Directive, CSRD). Ekki er búið að taka CSRD tilskipunina inn í EES-samninginn og því er málið ekki á þingmálaskránni nú fyrir vorþingið. Ekki er vitað hvenær tilskipunin verður tekin inn í EES samninginn en hún er ekki á lista EES nefndarinnar í febrúar. Nú er stefnt að því að innleiðingarfrumvarpið verði lagt fyrir á haustþingi.