Fyrsti doktorinn í endurskoðun og reikningsskilum
Markús Ingólfur Eiríksson lauk doktorsvörn sinni í dag 1. september 2015. Lokaverkefni hans bar heitið: Auditing and Corporate Governance Under Conditions of Financial Distress.
Leiðbeinendur hans voru þau Dr. Iris Stuart, frá Norwegian School of Economics, Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson, Háskólanum í Reykjavík og Dr. Joseph V. Carcello prófessor við University of Tennessee.
Andmælendur voru þau Dr. Jeffrey Cohen prófessor Boston College og Dr. Stephen Asare, aðstoðarprófessor Warrington College of Business en hann leiddi umræðurnar.
Markús fékk veglegan styrk frá Náms- og rannsóknarsjóði FLE til námsins. Fyrirhugað er að Markús kynni niðurstöður rannsókna sinna á vettvangi félagsins. Félag löggiltra endurskoðenda óskar Markúsi og fjölskyldu hans til hamingju með doktorsnafnbótina.