Góðir gestir á spjallstofum
02.10.2013
Þriðja og síðasta spjallstofan fyrir nema var haldin nú í morgun og fór vel á með þeim og Elíasi Illugasyni formanni skattanefndar FLE.
Þriðja og síðasta spjallstofan fyrir nema var haldin nú í morgun og fór vel á með þeim og Elíasi Illugasyni formanni skattanefndar FLE. Undanfarið hafa nemar heimsótt skrifstofuna og spjallað við formenn eða fulltrúa stærstu nefndanna. Þeir hafa látið sig hafa það þó allt sé undirlagt vegna breytinga á húsnæði FLE. Það hefur verið gaman að fá þá í heimsókn og líflegar umræður í gangi. Nú fer að styttast í löggildingarprófin en óvenju fáir nemar ætla að þreyta prófin í ár - aðeins 23. Gangi ykkur vel í prófunum og vonandi bætast margir í hóp löggiltra endurskoðenda að þeim loknum.