Golfmót endurskoðenda sumarið 2014

Nú er búið að skipuleggja tvö mót í sumar. Bæði verða mótin haldin síðsumars, enda fyrirséð að þá yrði veðurfar hagstætt sem og aðrar aðstæður til viðburða af þessu tagi.

Sveitakeppni við tannlækna
Ákveðið hefur verið að viðhalda hinni árlegu keppni við tannlækna. Um er að ræða sveitakeppni og fer keppnin þannig fram að tveir endurskoðendur leika gegn tveimur tannlæknum. Fyrirkomulagið er holukeppni (betri bolti með forgjöf). Keppnin fer fram þriðjudaginn 2. september á Gufudalsvelli í Hveragerði og verður ræst út frá kl. 14.00. Við hvetjum kylfinga stéttarinnar að gefa kost á sér í liðið. Þátttökutilkynningar og/eða fyrirspurnir skulu berist til Auðuns, agudjonsson@kpmg.is sem allra fyrst, eigi síðar en á hádegi mánudaginn 1. september. Upplýsingar um grunnforgjöf fylgi með.

Meistaramót FLE
Mótið fer fram í þrítugasta og þriðja sinn föstudaginn 19. september 2014. Stefnt er að því að ræsa út frá kl. 14:00. Upplýsingar um keppnisvöll verða sendar síðar, en valið stendur milli golfvallanna á höfuðborgarsvæðinu. Þess ber að geta að Reikningsskiladagur FLE fer fram um morguninn og því kjörið tækifæri fyrir kylfinga stéttarinnar utan af landi að nýta borgarferðina sem best. Leikfyrirkomulag er höggleikur með og án forgjafar. Þátttakendur fá að hámarki 24 í forgjöf og á það jafnt við um konur og karla. Keppt er til verðlauna í fjórum flokkum:
• Höggleikur kvenna með forgjöf
• Höggleikur karla (yngri flokkur) með forgjöf
• Höggleikur karla (eldri flokkur - 55 ára og eldri) með forgjöf
• Höggleikur án forgjafar (opinn flokkur)
Sá keppandi sem leikur á fæstum höggum að teknu tilliti til forgjafar telst Golfmeistari FLE árið 2014 og fær að launum farandbikar. Við hvetjum kylfinga stéttarinnar til þátttöku, en þátttökutilkynningar skulu berist til Auðuns, sem fyrst og eigi síðar en á hádegi fimmtudaginn 18. september (nafn og grunnforgjöf).

Bestu kveðjur,
Auðunn Guðjónsson, agudjonsson@kpmg.is
sími 899-5487