Lárus Finnbogason tekur sæti í reikningsskilaráði

Nú um áramótin var reikningsskilaráð endurskipað til næstu fjögurra ára. Ein breyting er á skipan ráðsins en Lárus Finnbogason tekur við af Elínu Hönnu Pétursdóttur, varaformanni FLE, sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu.

Lárus varð löggiltur endurskoðandi á árinu 1987. Hann er nú einn af eigendum Endurskoðunar BT ehf., en var á árunum 1979 – 2017 starfsmaður og meðeigandi í Deloitte ehf. og forverum þess félags. Lárus hefur átt sæti í stjórn og nefndum hjá FLE og var hann varaformaður félagsins á árunum 2003 - 2005 og formaður á árunum 2005 - 2007.

Í reikningsskilaráði sitja fimm einstaklingar en þeir eru Jóhanna Áskels Jónsdóttir, formaður, tilnefnd af ársreikningaskrá, Lárus Finnbogason, endurskoðandi, skipaður án tilnefningar, Signý Magnúsdóttir, endurskoðandi, tilnefnd af af Viðskiptaráði Íslands, Sæmundur Valdimarsson, endurskoðandi, tilnefndur af FLE og Sigurjón Guðbjörn Geirsson, endurskoðandi, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins.

Eins og fram kemur í 118. gr. laga um ársreikninga er hlutverk reikningsskilaráðs að stuðla að mótun settra reikningsskilareglna með útgáfu og kynningu samræmdra reglna sem farið skal eftir á hverjum tíma. Í lögunum segir að ráðið skuli starfa í nánu samráði við Félag löggiltra endurskoðenda og hagsmunaaðila auk þess sem það geti verið stjórnvöldum til ráðuneytis um ákvæði sem sett eru í lögum eða reglugerðum um reikningsskil.

Reikningsskilaráð er með heimasíðu þar sem finna má ýmsar gagnlegar upplýsingar.