Líflegar umræður á málþingi um útboðsmál
26.02.2013
M
Málþing um útboðsmál tókst afar vel.
Málþing um útboðsmál tókst afar vel. Formaður FLE, Sigurður Páll Hauksson reið á vaðið og lýsti reynslu og athugasemdum sem stjórn hefur borist vegna nýlegra útboða á endurskoðunarþjónustu. Þá var gerður góður rómur að vinnu Siðanefndar FLE á vegvísi um útboð á endurskoðunarþjónustu ásamt leiðbeiningum sem Hlynur Sigurðsson formaður nefndarinnar fór yfir. Á málþinginu voru mættir fulltrúar frá Ríkiskaupum þau Guðrún Birna Finnsdóttir og Guðmundur Hannesson sem fjölluðu um Rammasamning 14.21 og útboðsmál hjá stofnuninni. Málþinginu lauk með líflegum umræðum sem Guðmundur Snorrason stjórnaði og var vinna Siðanefndar lofuð.